Dexcom G7

Dexcom G7 er væntanlegur til Íslands. Verður auglýst síðar þegar nákvæm dagsetning er komin.

Nýjasti sykurneminn frá Dexcom heitir Dexcom G7 og er útbúinn ýmsum frábærum nýjungum. Hann er nákvæmasti sykurneminn á markaðnum og er 60% minni en Dexcom G6. Upphitunartími er aðeins 30 mínútur, ólíkt öðrum sykurnemum sem eru yfirleitt 2 klukkustundir í upphitunartíma.

Dexcom G7 sendir blóðsykurtölu í snjallsíma eða stjórntæki á 5 mínútna fresti og myndar þannig línurit sem auðvelt er að átta sig á því hvert blóðsykurinn stefnir. Ekki er þörf á að mæla blóðsykur í fingur, nema nauðsyn krefur. Hver sykurnemi dugir í 10 daga.

Sérhannaðar viðvaranir um háan og lágan blóðsykur er hægt að stilla fyrir hverja aðvörun fyrir sig. Það er hægt að „snooza“ aðvaranir þegar t.d. er farið á tónleika, leikhús eða fundi. Einnig er hægt að velja hljóðstyrk eða titring þegar það hentar. Allt eftir þínum þörfum.

Skothylki

Nýtt skothylki sem er einfalt í notkun og aðeins þarf að nota aðra höndina til að festa sykurnemann á húðina.

Sykurnemi

Sykurneminn er einstaklega þunnur og fyrirferðalítill. Sendirinn er innbyggður í Sykurnemann og því þarf aðeins eitt „click“ og Dexcom G7 er tilbúinn til notkunar.

Stjórntæki

Dexcom G7 virkar með iPhone, Samsung og fleiri snjallsímum. Hægt er að fá nýtt og fullkomið stjórntæki fyrir þá sem þurfa þess.

Nýtt app fylgir Dexcom G7 þar sem notandinn sér núverandi blóðsykurgildi, línurit allt að 24 tíma aftur í tímann og einnig er hægt að skoða yfirlit lengra aftur í tímann (allt að 3 mánuði). Allt á sama skjá. Þar skiptir Target in Range mestu máli þar sem hægt er að setja sér markmið og skoða árangur.

Allt að 10 aðilar geta fylgt viðkomandi notanda og geta þannig séð í rauntíma blóðsykurinn í sínum snjallsíma. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk getur einnig skoðað langtímaupplýsingar hjá notandanum ef hann gefur heimild til þess. Þær upplýsingar uppfærast sjálfkrafa og getur heilbrigðisstarfsmaður skoðað upplýsingarnar hvenær sem er.

Auðvelt er að setja upp sykurnemann sjálfur og aðeins þarf aðra höndina þegar Dexcom G7 er smellt á líkamann. Hægt er að vera með Dexcom á ýmsum stöðum á líkamanum, algengast er þó að fólk sé með hann á upphandlegg.

Þeir sem hafa áhuga á Dexcom sykurnema geta leitað til Göngudeildar Innkirtla á Eiríksgötu og Barnaspítalanum, eða innkirtlasérfræðings.

 

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband