Omnipod insúlíndælur

Omnipod er slöngulaus insúlíndæla sem gefur insúlín í gegnum Pod sem er áfastur líkamanum. Podinn er vatnsheldur og hægt að fara í sund og heitan pott án þess að hafa áhyggjur. Hann er léttur og fyrirferðarlítill og hann veitir því frelsi, bæði í hreyfingu og í hinu daglega lífi. Hægt er að vera með Podinn á ýmsum stöðum á líkamanum og gefur Podinn grunn-insúlin stöðugt yfir allan sólahringinn. Að auki gefur notandinn insúlínskammt með þráðlausu stjórntæki þegar þess er þörf. Podinn og stjórntækið tala saman með Bluetooth. 

Það er stórt skref að velja insúlíndælu, því insúlíndælan er með þér allan sólarhringinn. Það er engin binditími fyrir þá sem fá Omnipod eða Dexcom og því er hægt er að prófa Omnipod og skipta um meðferð ef hún hentar ekki.

Omnipod er framleiddur í Bandaríkjunum og hefur verið þar á markaði í meira en 15 ár. Í Svíðþjóð er Omnipod algengasta insúlíndælan enda hefur Omnipod sannað sig sem traust og árangursrík meðferð við insúlínháðri sykursýki. Helsti kostur Omnipod samkvæmt notendum er að Podinn sést ekki undir fötum og hægt er að gefa insúlín með stjórntæki á auðveldan og fljótan hátt, hvar sem þú ert.

Stjórntækið & Podinn

Stjórntækið er fjarstýring notandans fyrir insúlínstjórnunina. Þar er hægt að framkvæma ýmsar skipanir, t.d. gefa insúlín, breyta grunninsúlíni tímabundið og fl. Stjórntækið er með stórum snertiskjá og lítur út eins og lítill snjallsími. Stjórntækið þarf ekki að vera nálægt notandanum, nema þegar senda þarf skipanir, þá þarf stjórntækið að vera um 1,5 metra frá Podinum. Án stjórntækis gefur Podinn grunninsúlín allan sólahringinn eftir fyrir fram ákveðnu prógrammi sem er stilltur miðað við þarfir notandans.

Podinn geymir insúlínið og tekur við skipunum frá stjórntækinu. Podinn lætur stjórntækið vita hversu mikið er eftir af insúlíni, hvenær þarf að skipta um Pod og aðrar mikilvægar upplýsingar. Hver Pod tekur 200 einingar og dugir í 3 daga. Þá þarf að fylla nýjan Pod með insúlíni, líma á líkamann og virkja hann með stjórntækinu. Stungan kemur eftir að Podinn er límdur á líkamann og því þarf notandinn ekki að framkvæma stunguna og sér ekki nálina.

Kate hefur verið í bandaríska ungmennalandsliðinu í frjálsum og er mikil fyrirmynd á samfélagsmiðlum. Hægt er að fylgja henni á Instagram: katehall2043

Einnig eru margir áhugaverðir einstaklingar með Omnipod og Dexcom á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum sem hægt er að fylgja og læra af þeirra reynslu. Bæði er hægt að fylgja myllumerkinu (#) Dexcom og Omnipod, en einnig er hægt að fylgja fólkinu sjálfu. Hér eru nokkur dæmi um áhugaverða einstaklinga á Instagram með Omnipod: beetsandbetes – diabe_tech – thefaultypancreas – lukaskellogg – diabetic_jess – lilamoss.

Víða er hægt að lesa um jákvæða reynslu fólks með Omnipod. Hér eru t.d. nokkrar reynslusögur af bresku Omnipod heimasíðunni.

Hér er hægt að skoða Omnipod Dash sýndar-stjórntæki. Með því að smella hér er hægt að gefa sér ímyndaðan insúlínskammt, setja upp grunn insúlín og margt fleira sem stjórntækið býður upp á

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband