Dexcom G6

Með Dexcom G6 hefur þú upplýsingar um blóðsykurinn við hendina allan daginn, ásamt því að þú getur skoðað nóttina aftur í tímann þegar þú vaknar. Taka má ákvarðanir um insúlíngjöf út frá tölunni sem Dexcom G6 sýnir og því þarf ekki lengur að mæla blóðsykur með fingurmælingu. Dexcom G6 hefur sannað sig hérlendis og erlendis til að vera mjög nákvæm og áreiðanleg samfelld blóðsykurstjórnun hjá fólki með sykursýki.

Dexcom G6 er blóðsykurnemi sem mælir stöðugt blóðsykurgildi og sendir í snjallsíma eða stjórntæki á 5 mínútna fresti og myndar þannig línurit sem hægt er að skoða. Þannig sést hvort blóðsykurinn er á uppleið eða niðurleið og hægt að haga blóðsykurstjórnun eftir því.

Hver sykurnemi dugir í 10 daga og ekki er þörf að mæla blóðsykur í fingur (nema nauðsyn krefur). Dexcom G6 er vatnsheldur og ekki þarf að gera ráðstafanir þó farið sé í heitan pott, gufu eða sund.

Þú færð viðvaranir þegar blóðsykurinn stefnir í að verða hár, eða ef þú nálgast blóðsykurfall. Hægt er að stilla í hvaða blóðsykurgildi þú færð viðvaranir og einnig er hægt að velja sérstaka stillingu fyrir önnur tímabil, t.d. fyrir þá sem vilja hafa sérstakar stillingar yfir nóttina.

Skothylki

Einfaldar uppsetningu a sykurnemanum og aðeins þarf að ýta á einn takka.

Sykurnemi

Mælir blóðsykurinn í gegnum þunnan þráð sem er staðsettur undir húðinni.

Sendir

Er festur ofan á sykurnemann og sendir upplýsingarnar í gegnum Bluetooth í snjallsíma eða stjórntæki.

Allt að 10 aðilar geta fylgt viðkomandi notanda og geta þannig séð í rauntíma blóðsykurinn í sínum snjallsíma, jafnvel þó þeir séu staðsettir í öðru landi eða sveitarfélagi.

Auðvelt er að setja upp sykurnemann og tengja við símtæki eða stjórntæki. Nálin sést ekki við uppsetningu heldur er skothylki sem tryggir að uppsetningin takist sem best. Aðeins þarf að nota aðra höndina við uppsetningu og því auðvelt að setja upp t.d. á upphandlegg sem er algengasta staðsetningin. Þó eru margar staðsetningar sem koma til greina.

App er notað í símanum til að skoða blóðsykurtöluna og annað app er notað til að skoða upplýsingar aftur í tímann. Þar skiptir Target in Range mestu máli. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk getur einnig skoðað langtímaupplýsingar hjá notandanum ef hann gefur heimild til þess. Þær upplýsingar uppfærast sjálfkrafa og getur heilbrigðisstarfsmaður skoðað upplýsingarnar hvenær sem er.

Dexcom hentar fólki með sykursýki á öllum aldri. Jafnt eldra fólki á besta aldri og börnum allt að 2 ára gömlum.

Þeir sem hafa áhuga á Dexcom sykurnema geta leitað til Göngudeildar Innkirtla á Eiríksgötu og Barnaspítalanum, eða innkirtlasérfræðings.

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband