Með Dexcom G6 hefur þú upplýsingar um blóðsykurinn við hendina allan daginn, ásamt því að þú getur skoðað nóttina aftur í tímann þegar þú vaknar. Taka má ákvarðanir um insúlíngjöf út frá tölunni sem Dexcom G6 sýnir og því þarf ekki lengur að mæla blóðsykur með fingurmælingu. Dexcom G6 hefur sannað sig hérlendis og erlendis til að vera mjög nákvæm og áreiðanleg samfelld blóðsykurstjórnun hjá fólki með sykursýki.
Dexcom G6 er blóðsykurnemi sem mælir stöðugt blóðsykurgildi og sendir í snjallsíma eða stjórntæki á 5 mínútna fresti og myndar þannig línurit sem hægt er að skoða. Þannig sést hvort blóðsykurinn er á uppleið eða niðurleið og hægt að haga blóðsykurstjórnun eftir því.
Hver sykurnemi dugir í 10 daga og ekki er þörf að mæla blóðsykur í fingur (nema nauðsyn krefur). Dexcom G6 er vatnsheldur og ekki þarf að gera ráðstafanir þó farið sé í heitan pott, gufu eða sund.
Þú færð viðvaranir þegar blóðsykurinn stefnir í að verða hár, eða ef þú nálgast blóðsykurfall. Hægt er að stilla í hvaða blóðsykurgildi þú færð viðvaranir og einnig er hægt að velja sérstaka stillingu fyrir önnur tímabil, t.d. fyrir þá sem vilja hafa sérstakar stillingar yfir nóttina.