Dexcom Clarity

Dexcom Clarity er forrit og app í símanum sem gerir Dexcom notendum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að skoða upplýsingar aftur í tímann. Hægt er að skoða blóðsykurmynstur, þróun og tölfræði blóðsykurs, þar á meðal hlutfall tímans sem blóðsykurgildi eru innan markmiða, fyrir ofan eða neðan markmið.

Ekki þarf að hlaða upplýsingum frá Dexcom G6 appinu, því upplýsingar uppfærast sjálfkrafa frá Dexcom appinu og yfir á Dexcom Clarity appið. Það er hægt að velja mismunandi tímabil og skoða hversu vel blóðsykurstjórnun gengur og hvort markmið náist eða ekki. Hægt er að skoða upplýsingar 2 daga, 1 viku, 2 vikur, 1 mánuð eða 3 mánuði aftur í tímann

Mest er skoðað „Time in Range“ sem sýnir hversu mikið þú ert innan t.d. 4-10 í blóðsykri á ákveðnu tímabili. Þetta er gefið upp í prósentum og gefur góða mynd af því hversu vel gengur að halda blóðsykrinum í jafnvægi á því tímabili. Algengast er að einstaklingar miði við eina viku og sjái árangur fljótt ef vel gengur að stjórna blóðsykrinum í 1-2 daga.

Hægt er að kalla fram fleiri skýrslur, eins og t.d. „Trends“ sem sýnir marga daga saman í einu grafi og þá sést hvenær yfir daginn viðkomandi er oftast að lenda í sömu atburðum. T.d. hár blóðsykur, blóðsykurföll eða aðrir atburðir.

Heilbrigðisstarfsfólk getur verið beintengt við einstaklinga með Dexcom og séð nýjustu upplýsingar um viðkomandi sem uppfærast stöðugt. Dexcom notandinn þarf að gefa viðkomandi heilbrigðisstofnun leyfi til að „fylgja“ sér og þá myndast stöðug tenging. Heilbrigðisstarfsmaður getur þá t.d. veitt ráðgjöf í gegnum síma eða séð upplýsingar áður en einstaklingur gengur inn í viðtalsherbergi.

Hægt er að vista eða prenta út mismunandi skýrslur til að geta átt markvissari samtöl við einstaklinga með Dexcom.

 

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband