Time In Range

Time in Range (TIR) sýnir hversu mikið þeir sem nota sykurnema eru innan ákjósanlegra marka með sinn blóðsykur, eða innan 3,9 – 10 mmol/L. TIR er gefið upp í prósentum yfir ákveðið tímabil.

TIR mælikvarðinn sýnir með skýrum hætti hvernig gengur með blóðsykurstjórnun hjá fólki og það er auðvelt að setja sér markmið með að ná, og viðhalda ákveðinni prósentu. Það er samhengi á milli HbA1c langtímamælingunni og TIR þó  mælingarnar séu gerðar á ólíkan hátt. Einnig er samhengi á milli áhættu á fylgikvillum þeirra sem eru með hærri prósentu í TIR í samanburði við þá sem eru lægri.

 

Hægt er að sjá TIR bæði í Glooko og Dexcom Clarity öppum í símanum, eða í tölvu. Heilbrigðisstarfsfólk getur verið beintengt einstaklingum í gegnum forritin og skoðað TIR upplýsingar hvenær sem þeim hentar, ef einstaklingar samþykkja það.

Alþjóðlegt viðmið fyrir TIR er 70% fyrir fólk með Sykursýki teg. 1. Það er um 17 klst. á sólahring á milli 3,9 og 10 mmol/L í blóðsykri. Þetta viðmið getur verið lægra fyrir eldri fólk, unglinga og börn þar sem erfiðara getur verið að halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Sjá dæmi fyrir neðan þar sem meðal blóðsykurgildi er í öllum tilfellum 8,5 mmol/L en TIR mælikvarðinn sýnir augljóslega hvar á skalanum ákjósanlegast er að vera. Time in Range er því áreiðanlegt og viðurkennt hjálpartæki sem gott er að skoða reglulega og setja sér markmið.

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband