Omnipod DASH

Omnipod DASH kom til Íslands í september 2021. Insúlíndælan samanstendur af stjórntæki og Pod sem er festur á líkamann. Podinn er slöngulaus, fyrirferðalítill og vatnsheldur. Hann kemur í staðin fyrir insúlínsprautur, bæði langtíma- og skammtímainsúlín.

Hægt er að vera með Podinn á ýmsum stöðum á líkamanum. T.d. Upphandlegg, maga, læri og fl. Podinn gefur grunn-insúlin stöðugt yfir allan sólahringinn, að auki gefur notandinn insúlínskammt á snertiskjá á stjórntækinu þegar þess er þörf. Podinn og stjórntækið tala saman með Bluetooth.

Auðvelt er að skipta um Pod. Þegar búið er að fylla Podinn með insúlíni er hann virkjaður, límdur á líkamann og svo kemur stunga undir húð. Notandinn sér því aldrei nál eða stungu við uppsetningu og finnur lítið fyrir innskotinu.

Þeir sem hafa áhuga á Omnipod Insúlíndælu geta leitað til Göngudeildar Innkirtla á Eiríksgötu og Barnaspítalanum, eða innkirtlasérfræðings.

Stjórntækið

Allar stillingar fyrir Omnipod fara fram í stjórntækinu. Stjórntækið þarf ekki að vera nálægt notandanum, nema þegar senda þarf skipanir í Podinn. Þú færð áminningar þegar þú þarft að skipta um Pod, sérð hversu mikið insúlín er eftir og fl.

Podinn

Podinn er þráðlaus og vatnsheldur. Hann geymir insúlínið og gefur grunn-insúlín allan sólahringinn. Grunn-insúlínið er gefið stöðugt eftir fyrir fram ákveðnum stillingum sem henta hverjum og einum. Hver Pod dugir í 3 sólahringa eða allt að 80 klst.

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband