Omnipod 5

Von er á Omnipod 5 til Íslands. 

Omnipod 5 er slöngulaus og sjálfvirk insúlíndæla sem hjálpar þér að halda blóðsykrinum í jafnvægi með hjálp Dexcom blóðsykurnemans. Í sameiningu finna þau út hversu mikið insúlín þú þarft til að viðhalda jafnvægi á blóðsykrinum, bæði dag og nótt. Omnipod 5 og Dexcom er því sannkallað ofurpar fyrir fólk með sykursýki tegund 1.

Omnipod 5 er sjálfvirkur að því leiti að hægt er að stilla fyrir fram ákveðið blóðsykurgildi og með SmartAdjust tækninni eykur eða minnkar Podinn insúlínmagnið til að viðhalda því blóðsykurgildi. Þetta gerist sjálfkrafa með hjálp Dexcom blóðsykursmælisins. Podinn og Dexcom sjá því að mestu um blóðsykurstjórnun þína, en þó þarf að gefa insúlín með stærri máltíðum.

Hægt er að stilla sérstaka hreyfingarstillingu. Þá hækkar blóðsykurviðmiðið svo minni hætta sé á blóðsykurfalli. Þetta er hentugt í aukinni hreyfingu, eins og t.d. sundi, göngu eða líkamsrækt. Með Omnipod 5 er því bæði hægt að upplifa frelsið að vera án insúlínpenna eða insúlíndælu með slöngu, og upplifa kostina við að vera með sjálfvirka insúlíndælu sem hjálpar þér að halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Hér er hægt að heyra frá Omnipod 5 notendum í Bandaríkjunum segja sína sögu:

Þeir sem hafa áhuga á Omnipod Insúlíndælu geta leitað til Göngudeildar Innkirtla á Eiríksgötu og Barnaspítalanum, eða innkirtlasérfræðings.

Omnipod 5 stjórntæki

Allar stillingar fyrir Omnipod 5 fara fram í stjórntæki eða appi í snjallsíma. Stjórntækið þarf ekki að vera nálægt notandanum, nema þegar senda þarf skipanir í Podinn. Á forsíðunni er hægt að sjá blóðsykurinn frá Dexcom ásamt því að hægt er að gefa sér insúlín.

Podinn

Podinn er þráðlaus og vatnsheldur. Hann geymir insúlínið og gefur grunn-insúlín allan sólahringinn. Að auki heldur Smart Adjust tæknin þér í jafnvægi með sjálfvirkri blóðsykurstjórnun. Þá gefur Podinn sjálfkrafa insúlín ef blóðsykur hækkar eða minnkar grunn insúlín þegar blóðsykurinn lækkar.

Dexcom G6

Dexcom sykurneminn sendir blóðsykurupplýsingar í Podinn á 5 mínútna fresti. Þær upplýsingar eru notaðar til að stjórna blóðsykrinum sjálfkrafa, Podinn dregur úr insúlíni eða eykur insúlíngjöf við hverja sendingu frá Dexcom. Ekki er þörf á að mæla blóðsykur í fingur þegar fólk er á Dexcom sykurnema.

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband