Omnipod

Omnipod er þráðlaus insúlíndæla sem samanstendur af Pod og stjórntæki. Podinn er á líkamanum og er insúlín gefið með stjórntæki með snertiskjá sem tengist Podinum með Bluetooth. Grunninsúlín dælist allan sólahringinn og því er ekki þörf á langtímainsúlíni eða skammtímainsúlíni með penna.

Allir með sykursýki tegund 1 geta sótt um að fá Omnipod insúlíndælu. Hver Omnipod tekur um 200 einingar af insúlíni.

Já, Omnipod er vatnsheldur og það er minnsta málið að fara í sund eða heitan pott. Ath að grunn-insúlín er virkt þó stjórntækið sé ekki nálægt þér þegar þú ert í sundi eða fjarri stjórntækinu. Nema þú minnkir eða slökkvir á því tímabundið á grunninum.

Þú þarft að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann sem sér um sykursýki þína. Göngudeild Innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma sjá um kennslu og uppsetningu á insúlíndælur fyrir fullorðna og fyrir börn er umsjón í höndum Barnaspítalans.

Þú ert boðuð/boðaður í Omnipod uppsetningu af heilbrigðisstarfsmanni. Flestir sem fá Omnipod fá einnig Dexcom, eða eru þegar komnir með Dexcom blóðsykurnema. Reiknað er út insúlínþörf og samsetning á grunn-insúlíni hvers og eins.

Kennsla fer fram hvernig á að nota stjórntækið, setja upp Pod á líkaman og fl. Tryggt er að allir séu öruggir og með sjálfstraust til að sinna blóðsykurstjórnun með Omnipod í lok kennslu.

Grunn-insúlín er stillt í byrjun með aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Þá er miðað við heildarinsúlín hjá þér áður en þú hefur dælunotkun, þyngd og fl. Það getur svo tekið nokkrar vikur að stilla grunninn svo hann passi við þig og þinn lífstíl.

Auðvelt er að búa til nýjan grunn í stjórntækinu. Margir eru með fleiri en 1 grunn sem hægt er að skipta á milli. T.d. ef fólk er í vaktarvinnu, þegar konur fara á blæðingar eða „Sumargrunnur“ ef fólk hreyfir sig meira á sumrin en veturna.

Nei, þú getur ekki gefið þér matar- og leiðréttingarinsúlín. En grunn-insúlínið er áfram virkt. Þú verður því alltaf að hafa insúlínpenna til vara, bæði skammtímainsúlín og langtímainsúlín. Sérstaklega ef þú ert að fara í ferðalög.

Ef stjórntæki glatast eða skemmist þá skaltu hafa strax samband við Fastus og fá nýtt stjórntæki.

Já, þú getur valið að hafa tímabundið ekkert grunn-insúlín og þú getur einnig stillt að hafa ekkert insúlín í ákveðin tíma yfir sólahringinn (sem er þó mjög sjaldgæft). Ef stjórntæki glatast eða skemmist þá skaltu hafa strax samband við Fastus og fá nýtt stjórntæki.
Já, þú getur tímabundið minnkað eða slökkt á grunn-insúlíni áður en þú ferð í hreyfingu til að minnka líkurnar á því að fara í sykurfall. Hægt er að vista fyrir fram ákveðna hreyfingu og velja hana svo sem flýtileið, t.d. göngutúr eða golfhringur.

Omnipod Podinn er nákvæmlega 3,9cm x 5,2cm x 1,45cm að stærð. Flöturinn er álíka stór og hálft greiðslukort.

Stjórntækið sjálft er eins og lítill snjallsími. Skjárinn er um 10 cm og þykktin á stjórntækinu er um 1 cm. Stjórntækið er 106 gr að þyngd.

Það tekur um 1,5 klst. að hlaða stjórntækið upp að 80% hleðslu.
Það er batterí í hverjum Podi og því er mælt með því að förgum sé í samræmi við það.
Já, þú getur farið í gegnum hefðbundin leitarhlið sem eru á flugvöllum í Evrópu með Omnipod. Það er einnig í lagi að fara í gegnum svokölluð „bodyscan“ leitarhlið eins og eru algeng í Bandaríkjunum, en ef fólk vill vera alveg öruggt þá er hægt að leita til öryggisvarða og segja að þið séuð með insúlíndælu og þá er yfirleitt ekkert mál að sleppa við leitarhlið og þá leita öryggisverðir á þér í staðin
Hægt er að velja ensku, þýsku, frönsku, hollensku, ítölsku og öll Skandinavísku tungumálin fyrir utan íslensku.
Á Íslandi er notað forrit sem heitir Glooko. Spítalarnir eru með það kerfi og þar er hægt að hlaða niður gögnum af Omnipod stjórntækinu heima eða á heilbrigðisstofnun.
Nei, það á ekki að vera hægt. Ekki nema þú gefir honum leyfi og að hann viti kóðann inn á stjórntækið hjá þér.
Þú getur valið að hafa titring eða haft það alveg hljóðlaust þegar þú velur aðgerðir í stjórntækinu. Þú getur líka valið titring þegar þú færð viðvaranir, en ef þú bregst ekki við viðvörunum í stjórntækinu þá gefur tækið frá sér hljóðviðvörun. Þetta er gert til að þú fáir örugglega skilaboð um t.d. að insúlín sé að verða búið eða að þú þurfir að huga að því að skipta um Pod.

Dexcom

Flestir iPhone og Samsung símar virka með Dexcom, þó ekki allir. Því er mikilvægt að skoða vel hvaða símar virka og hvaða símar virka ekki með Dexcom. Hægt er að fletta upp og skoða á heimasíðu Dexcom lista yfir þá síma sem virka á eftirfarandi slóð: https://www.dexcom.com/en-IS/compatibility

Fyrst þarf að velja land (ÍSLAND), svo „Search by Dexcom Product“ og þá Dexcom G6 (eða Dexcom G7).

Algengasti staðurinn fyrir Dexcom er aftan á upphandlegg. Það eru þó margir staðir sem virka vel fyrir Dexcom. T.d. magasvæð, læri, aftan á baki og á rassi sem dæmi. Mikilvægast er að það sé einhver fita eða kjöt undir stungustaðnum. Það er auðvelt að setja upp Dexcom með annarri hendi og því hægt að setja upp sykurnema þó þú sért einn/ein.
Hægt er að tengja Dexcom G6 bæði í stjórntæki og í snjallsíma. Ýmsir kostir eru við að tengja G6 við snjallsíma. T.d. er hægt að hafa allt að 10 fylgjendur sem fylgja þér í rauntíma, hægt að vera beintengdur heilbrigðisstarfsfólki, upplýsingar hlaðast sjálfkrafa í Dexcom Clarity og Glooko svo hægt sé að skoða upplýsingar aftur í tímann og fl. Bæði ganga þó nokkuð vel með Dexcom G6.
Dexcom mælir ekki beint í blóð eins og með fingurmælingu heldur í svokallaðan millifrumuvökva sem er nokkuð nákvæm leið til að mæla blóðsykur, en er þó aðeins eftir á miðað við fingurmælingar. Samkvæmt rannsóknum er Dexcom 5,5 mínútum að meðaltali á eftir fingurmælingu og því þarf að vera meðvitaður um það sé einhver „seinkun“ á mælingum. Þó er hægt að læra á þessa seinkun með því að fylgjast með grafinu sem myndast og bregðast við eftir því hvernig það þróast.

Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð inn á Dexcom appið. Einnig er gott að skrifa niður serial númer á sykurnemanum sem er tengdur og á sendinum sem er tengdur. Þegar þetta er búið er best að eyða út Dexcom G6 appinu á gamla símanum ásamt því að eyða út Dexcom sendinum á Bluetooth listanum. Setja Dexcom appið upp á nýja símanum.

Helstu upplýsingar munu færast yfir í nýja símann og þú fylgir öðrum leiðbeiningum á skjánum. Eftir að þú hefur slegið inn serial númer á sendinum ertu beðin um að slá inn serial númer á sykurnemanum. Best er að skipta um sykurnema um leið og þú skiptir um síma, en það er ekki nauðsynlegt.

Það er þekkt fyrirbæri sem heitir „Compression Low“ sem virkar þannig að þegar það kemur þrýstingur á sykurnemann þá getur það haft áhrif á mælinguna. Grafið fellur mjög hratt og það virðist sem einstaklingurinn sé að fara ranglega í sykurfall. Þetta lagast yfirleitt fljótt þegar viðkomandi veltir sér á aðra hlið og ekki er lengur þrýstingur á sykurnemann. Gott er að mæla blóðsykur með fingurmælingu til að staðfesta að ekki sé um sykurfall að ræða.

Já, það notar sömu upplýsingar og Dexcom Clarity. Spítalarnir nota Glooko en einkastofurnar nota oftar Dexcom Clarity. Glooko er forrit/app sem sækir Dexcom upplýsingar og heilbrigðisstarfsmaður getur skoðað upplýsingarnar þínar aftur í tímann þegar hann vill. Alveg eins og Dexcom Clarity.

Já, það eru nokkrar tegundir af snjallúrum sem virka með Dexcom appinu. Flest Apple Watch (Apple Watch Series 1, 2, 3, 4 og 5), flest Samsung úr og nokkur Garmin og Fitbit úr.

Það eru mismunandi aðferðir við að ná fram Dexcom upplýsingum í úrin og við mælum með því að skoða vel áður en úr er keypt hvort og hvernig viðkomandi úr virkar með Dexcom.

Þú getur notað sérstakt stjórntæki sem lítur út eins og lítill sími. Stjórntækið notar Bluetooth eins og sími til að sækja blóðsykurinn og þú getur séð graf 24 klst. aftur í tímann. Stjórntækið er ekki nettengt og því geta aðstandendur ekki fylgt þér, né getur heilbrigðisstarfsmaður séð nýjustu upplýsingarnar þínar. En þú getur hlaðið upp upplýsingum inn á tölvu og deilt með heilbrigðisstarfsmanni.

Þú getur valið „Forgot Password“ og þá færðu sendan tölvupóst þar sem þú getur endurstillt lykilorðið. Stundum fer þessi tölvupóstur í rusl-póstinn (spam) og mikilvægt að kanna það ef hann birtist ekki í innhólfinu.

Já, þú getur bæði stillt hljóðstyrkinn og slökkt tímabundið á viðvörunum. Þú getur ekki slökkt á neyðarviðvörun sem er 3,1 en hægt er að slökkva á öllum öðrum viðvörunum. Mikilvægt er að vita að hljóðstyrkurinn á Dexcom viðvörunum stjórnast af tónlistarhljóðstyrk í símanum (ekki hringistyrk). Því þarf að lækka eða hækka í þeim hljóðstyrk sem heyrist t.d. þegar spiluð er tónlist eða Youtube myndbönd, það er sá hljóðstyrkur sem ákvarðar hljóðstyrk Dexcom.
Það er einnig hægt að haka af hljóðvirkni í appinu til að slökkva á hringingum. Það er gert í Settings og Alerts.

Já, Dexcom er samþykktur fyrir börn 2 ára og eldri.

Hver Dexcom sykurnemi endist í 10 daga upp á mínútu. Það er ekki hægt að endurræsa sykurnemann eftir að 10 dagar eru liðnir. Þá verður að skipta um sykurnema.

Dexcom sendirinn endist í 3-4 mánuði. Ekki þarf að hlaða sendinn. Snjallsíminn gefur viðvörum þegar 3 vikur eru eftir af sendinum, svo þegar 2 vikur eru eftir og svo þegar 10 dagar eru eftir og skipta þarf um næst þegar skipta þarf um sykurnema.

Það er forrit í snjallsíma sem gerir þér kleift að fylgja Dexcom notanda og sjá blóðsykurgildi hans í rauntíma. Það er hægt að velja að fá viðvaranir hjá viðkomandi þegar hann lendir í sykurfalli eða of háum blóðsykri.
Nei, það er yfirleitt ekki þörf á að kvarða Dexcom blóðsykurmæli. Einungis er þörf á að kvarða Dexcom þegar blóðsykurgildið passar ekki við fingurmælingu og blóðsykurgildið er meira en 1,5 mmol/L þegar blóðsykur er mældur í nokkur skipti.
Það getur verið að hljóðstyrkurinn fyrir Dexcom viðvaranir sé stilltur á „Silent“ eða að búið sé að af-haka í viðkomandi viðvaranir og gera þær tímabundið óvirkar. Ef þetta er ekki ástæðan er hægt að athuga hvort síminn sé tengdur við heyrnatól þar sem viðvaranir heyrast. Það er líka möguleiki að ef blóðsykurinn er lengi hár og fer ekki niður fyrir viðvörunarmörkin, þá kemur ekki aftur viðvörun. Ef ekkert af þessu er ástæðan er hægt að kanna hvort mögulegt sé að síminn sé bilaður
Það er vegna þess að hver skynjari er verksmiðjukvarðaður og því þarf að stilla alla sykurnema samkvæmt þeirri kvörðun. Þetta er ástæðan fyrir því að notendur þurfa ekki að kvarða (stilla) Dexcom sykurnemann.
Sá sem er að nota Dexcom sykurnema opnar appið sitt og velur „SHARE“ á forsíðunni hjá sér. Þar er fylgt leiðbeiningum, nafn viðkomandi fylgjanda er skráð og netfang. Viðkomandi fylgjandi opnar svo netpóstinn hjá sér og opnar póstinn sem Dexcom sendir. Skref 1 er að sækja Dexcom Follow appið og skref 2 er að smella á „START FOLLOW“. Þá ætti viðkomandi að vera tengdur Dexcom notandanum í rauntíma og geta hvenær sem er séð blóðsykurtöluna hans og fengið viðvaranir í sinn síma eftir óskum.
Alveg frá því að þú byrjaðir að nota Dexcom sykurnema og valdir að deila upplýsingum fyrir Dexcom Clarity. Oftast gerir fólk það í upphafi meðferðar. Í hvert skipti sem fólk opnar Dexcom Clarity er svo hægt að velja mismunandi tímabil til að skoða samantekt aftur í tímann.
Þú getur samþykkt að deila alltaf upplýsingum með lækninum þínum, svo hann sjái alltaf nýjustu upplýsingarnar hjá þér. Það er líka hægt að deila upplýsingum með því að senda honum skýrslur úr Dexcom Clarity eða Glooko. Ef þú ert með Dexcom stjórntæki þá þarftu að tengja stjórntækið með snúru í tölvu heima eða hjá lækni til að lesa af upplýsingar.

Pantanir fyrir þá sem eru með Dexcom eða Omnipod

Hafa samband