Omnipod er slöngulaus insúlíndæla sem gefur insúlín í gegnum Pod sem er áfastur líkamanum. Podinn er vatnsheldur og hægt að fara í sund og heitan pott án þess að hafa áhyggjur. Hann er léttur og fyrirferðarlítill og hann veitir því frelsi, bæði í hreyfingu og í hinu daglega lífi. Hægt er að vera með Podinn á ýmsum stöðum á líkamanum og gefur Podinn grunn-insúlin stöðugt yfir allan sólahringinn. Að auki gefur notandinn insúlínskammt með þráðlausu stjórntæki þegar þess er þörf. Podinn og stjórntækið tala saman með Bluetooth.
Það er stórt skref að velja insúlíndælu, því insúlíndælan er með þér allan sólarhringinn. Það er engin binditími fyrir þá sem fá Omnipod eða Dexcom og því er hægt er að prófa Omnipod og skipta um meðferð ef hún hentar ekki.
Omnipod er framleiddur í Bandaríkjunum og hefur verið þar á markaði í meira en 15 ár. Í Svíðþjóð er Omnipod algengasta insúlíndælan enda hefur Omnipod sannað sig sem traust og árangursrík meðferð við insúlínháðri sykursýki. Helsti kostur Omnipod samkvæmt notendum er að Podinn sést ekki undir fötum og hægt er að gefa insúlín með stjórntæki á auðveldan og fljótan hátt, hvar sem þú ert.